sunnudagur, júlí 8

i send this smile over to you

Kvartað undan bloggleysi, fuss og svei.
Af stúlkunum á Hverfisgötunni er gott að frétta.
Jóna míner í bústað með fjöldskyldunni sinni um helgina (á ég kannski að kalla þau tengdó?) og ég er bara ein í kotinu okkar og hef það svona líka fínt.
ég leyfi mér að fullyrða að ég hef aldrei búið í svona fallegri íbúð.
jóna og mublurnar hennar og gardínuleysið er að gera góða hluti fyrir mig.
allt í einu er hreiðurgerð komin í fimmta gír í þessum kroppi og ikea ferðirnar orðnir fleiri og skemmtilegri.
en.
alltaf en.
flökkukindin er sterk í mér og það hvíslar lítið rödd inni í mér að fallegu hlutirnir munu enda í kassa í geymslu sem einhver ættingji verður svo góður að gefa mér hillupláss...
skrýtið.
en þetta hlýtur að koma.
einhver tíma amk..
ég bara trúi ekki öðru.

vinnan gengur ágætlega. fékk hrós frá tveimur framkvæmdarstjórum í vikunni. vonandi tók ég því vel en kæfði það ekki með kaldhæðni. fastráðning ætti að ganga í gegn á næstu vikum, spennandi það.

hér erum við sálfræðifélagarnir mínus Vala mín í útskriftinni hennar Sunnu minnar. þetta var alveg ofsalega falleg og skemmtileg veisla.

ég sunna og þórhildur sátum eftir alveg heillengi með foreldrum sunnu og vinafólki þeirra. mér fannst það svo margfalt betri skemmtistaður en ,,jafningar" á skemmtistöðum borgarinnar. það er bara allt önnur stemming einhvern vegin.
ein vinkona mömmu hennar sunnu sagði mig vera á rangri hillu í lífinu, hún sagði ,, þú átt ekki heima í bankageiranum. þú átt að vera leikkona. lærðu að beisla alla þessa orku sem þú hefur og nýttu hana í leiklistina"
hmmm.
veit ekki alveg með það en jæja jæja, sjáum hvað framtíðin mun bera í skauti sér.

JT var auðvitað magnaður.
það var bara fín tilfinninga að fara aftur kóngsins köbenhávn. engin tár og engin drami. eða tja. ein ástarjátning eða svo. en engin tár, bara bros.
vala og óskar voru einkar gestrisin og var tíminn með þeim alveg yndislegur.
ég og vala misstum okkur aðeins í smá shopping...bara smá..
kannski bara 8 vinnukjólar.
bara kannski.
og kannski 4 pör af skóm.
kannski...

ég hef hérmeð tekið borgina í sátt.
verð þó að játa þegar tal um ,,helgarferðar skrepp" kom upp á borðið um daginn þá tók ég köben ekki í mál. en það er líka bara þannig.
kannski má rómantík fara blómstra í borgum eins og amsterdam..ég hef td aldrei komið þangað. eða á húsavík. ég hef aldrei komið þangað.
pæling.

ég sakna sunnu minnar í ameríkunni og völu minna í danmörku. og elsu minnar sem er einhver staðar á íslandi. og kötlu minnar á spáni. og eiríku frænku í boston.
kannski ég ætti að fara skella mér í heimsókn?

ég er byrjuð á sex diet.
markmið diet-sins er ekki að grennast heldur auka losun endorfmíns úr heilanum og kannski smá dópamíns.
þetta er nefnilega svo sniðugt.
einu sinni ákvað ég að taka matarræðið mitt í gegn og byrjaði að hvern dag á að innbyrða 6 lýsistöflur. á kvöldin nartaði ég í 70% dökkt lífrænt fair trade súkkulaði og orville sælkerapopp.
þetta var á tíma fjarsambands míns.
ég gekk um sem tifandi tímasprengja hvað varði kynorku.
nú tel ég, svona eftir á að hyggja, að ég hafi eignað vininum of mikið kredit og sjálfri mér of lítið.
í seinustu viku var ég að lesa cosmó og datt ég þar niður á grein um ,,the sex diet".
viti menn.
þar fremst í broddi fylkingar var omega 3 fitusýrur og dökkt súkkulaði!
ég þaut út í maður lifandi og nú hefst dagurinn minn á lýsi og e-vítamíni og endar á 85% fair trade súkkulaði.
varminn frá mér mun bræða vatnajökull.
hlýnun jarðar hvað?

það verður spennandi að fylgjast með.

ég fór upp á topp esjunnar í vikunni með tveimur vinnufélögum.
ég var svo afslöppuð þegar ég kom heim að ég sofnaði í baði.
sem betur fer vakti jóna mín mig og við fengum okkur miðnætur te á svölunum.

sól sól skín á mig....

ég held ég taki mér göngutúr, það er svo fallegt veður úti.

siggadögg
-sem fór með silju örnusystur í sund um daginn og vil meina að hún sé með yndislegri börnum sem ég hef kynnst-

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég glöð að fá eitt stykki blogg og þar af mikið af því um MIG!! Einkar frábært alveg ;) hahahah

Gullið mitt, ég sakna þín mikið. Hef mikið hugsað til þess hvað það væri frábært að vera hér með þér..

Leikkona - tjaaaa, en sambandsráðgjafi og kynfræðingur = JÁ!!

Hafðu það gott sætan mín og njóttu sólarinnar og the sex diet.